SMURSTÖÐIN ER VEITINGASTAÐUR Í HÖRPU

Þar færð þú smurbrauð úr íslensku hráefni, með nýnorrænu yfirbragði

Helsta áhersla staðarins er á smurbrauð með nýnorrænu yfirbragði en undirbúningur við opnun Smurstöðvarinnar var í samvinnu við veitingastaðinn Almanak í Kaupmannahöfn.

Þarftu að smyrja?

Brandenburg, hönnunar– og auglýsingastofa fengu það verkefni að hanna útlit á nýjan veitingastað í Hörpu, þar sem áður var Munnharpan. Auk þess var þeim falið að finna staðnum nafn. Eftir talsverða yfirlegu var ákveðið að nefna hann Smurstöðina, bæði vegna þess að þar er boðið upp á ljúffengt smurbrauð, en ekki síður vegna þess að það er einstaklega skemmtilegt nafn sem staldrað er við.

Það var þó ekki nóg að finna nafn. Ásýnd staðarins var hugsuð frá grunni og nostrað var við smæstu atriði. Allt til að gera staðinn sem mest aðlaðandi og til að búa girnilegum matseðlinum sem besta umgjörð.

HÓPASEÐILL

SETTU SAMAN DRAUMAMÁLSVERÐINN FYRIR HÓPINN ÞINN.

Smurstöðin býður upp á frábæran veislumat. Henta fyrir flest öll tilefni.

Talaðu við þjónana okkar í Hörpu og þeir taka niður pöntunina þína.

Sími: 519 9750

Netfang: info@smurstodin.is

SÝNISHORN AF HÓPAMATSEÐLI

  • Reyktur og einiberjagrafinn lax með fennel, eplasalati og dillsósu
  • Blanda af þremur smurbrauðum af matseðli (val kokksins)
  • Lax með spergli og seljurótarsalati, kartöflum og sölvavinaigrette
  • Crème brûlée ásamt vanilluís og marengs
Skoða hópaseðil